KVENNABLAÐIÐ

„Hollywood morðinginn” fundinn sekur um að myrða fyrrverandi kærustu Ashtons Kutcher

Fjöldamorðinginn Michael Gargiuolo, kallaður „The Hollywood Ripper,” hefur verið fundinn sekur um að myrða tvær konur og tilraun til að myrða þriðju konuna. Michael (43) hefur verið fyrir rétti síðan í maí á þessu ári, en hann myrti Ashley Ellerin (22), fyrrverandi kærustu Ashtons, og Mariu Bruno (32). Hann reyndi einnig að myrða Michelle Murphy, þá 26 ára, en hún lifði árásina af.

Auglýsing

Michael bar við geðveiki í réttarhöldunum.

Fimmtudaginn 15 ágúst var dómur kveðinn upp í Los Angeles.

Auglýsing

Ashley, fyrrum fatafella og nemi í fatahönnun, var stungin til bana á heimili hennar í Hollywood í febrúar árið 2001. Ashley ætlaði að fara á stefnumót með Ashley þetta kvöld, en þegar hann fór heim til hennar svaraði enginn. Hún var þá látin. Ashley (41) bar vitni í réttarhöldunum eins og Sykur hefur greint frá.

Michael Gargiuolo frá Illinoisríki var handtekinn í júní 2008. Hann er einnig að bíða eftir að dæmt verði í máli Tricia Paccacio (18) en hún var myrt í Chicago.

Nú verður metið hvort hann sé sakhæfur. Saksóknarar fara fram á dauðarefsingu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!