KVENNABLAÐIÐ

Olivia Newton-John lifir sína hinstu daga

Leik- og söngkonan Olivia Newton-John býr nú sig undir hið óumflýjanlega en hún á í illvígri baráttu við krabbamein. Hún ber höfuðið hátt, segja vinir hennar.

Auglýsing
Hin geislandi Grease stjarna fékk að vita að hún væri með fjórða stigs krabbamein árið 2017 eftir að hafa sigrast tvisvar á brjóstakrabba, árið 1992 og 2013. Í dag viðurkennir hún að hún viti ekki hversu langan tíma hún eigi eftir: „Ef þú trúir tölfræðinni, gerist akkúrat það,” segir hin sjötuga Olivia: „Ef einhver segir þér, „þú átt sex mánuði eftir” er mjög líklegt að það gerist því þú trúir því.”

„Þannig sálfræðilega, fyrir mér, er betra að hafa engar hugmyndir um við hverju á að búast.”

Auglýsing
Dr. Jonathan Cebon, sem starfar hjá áströlsku krabbameinsstofnuninni Olivia Newton-John Cancer Research Institute, segir: „Brjóstakrabbamein á stigi 4 er eitthvað sem við sjáum ekki sem læknanlegan sjúkdóm.”

Olivia hefur fundið að kannabis linar þjáningarnar og ræktar hún það með eiginmanni sínum John Easterling á heimili þeirra í Santa Barbara, Kaliforníuríki.

Þar sem endirinn nálgast eyðir hún miklum tíma með einkadótturinni Chloe Lattanzi (33) og hafa þær orðið óaðskiljanlegar: „Þær tala saman daglega og eru meira eins og systur en mæðgur,” segir innanbúðarmaður. „Olivia veit að sjúkdómurinn er ólæknandi – en hún er að gera allt sem hún getur til að gera það besta úr tímanum sem eftir er.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!