KVENNABLAÐIÐ

Fékk ekki Jagúar heldur BMW og henti honum í á

Indverskur ungur maður bjóst við afmælisgjöf frá foreldrum sínum og hélt það væri að fá bíl af gerðinni Jagúar. Þegar hann fékk ekki Jagúar, heldur glænýjan BMW varð hann svo fúll að hann ákvað að henda honum í ána.

Auglýsing

Nafn og aldur mannsins hefur ekki verið gefið upp en indverskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið. Er hann frá Haryana héraði og er sonur landeiganda. Lúxusbílar á borð við Jagúar, Audi, BMW og Mercedes-Benz eru orðnir algeng sjón í Haryana þar sem er góðæri. Í þessu tilfelli líkaði syninum ekki við tegundina.

Auglýsing

Sonurinn ýtti nýja bílnum í ána, en bíllin virðist vera af 3 seríu eða 5. Þar sem mikil rigning var á svæðinu og flóð var bíllinn fljótur að fljóta í burtu. Sumir reyndu að bjarga bílnum, en sonurinn var tekinn í hald lögreglu. Ekki er vitað hvort hann verði ákærður.

Samkvæmt BBC kosta BMW bílar um 49.000 dali á meðan Jagúar kostar 56-70.000 dali. Það er því skiljanlegt hann hafi brugðist reiður við…

Hér má sjá myndband af atburðinum. 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!