KVENNABLAÐIÐ

Sjáðu hvernig Danny úr kvikmyndinni „The Shining” lítur út í dag!

Þeir sem séð hafa hina mögnuðu hryllings/spennumynd The Shining í leikstjórn Stanley Kubrick muna að sjálfsögðu eftir Danny Torrance, skyggna syni Jack og Wendy.

Leikarinn sem lék Danny heitir einnig Danny. Danny Lloyd. Hann er fæddur þann 13. október árið 1973 og hefur ekkert leikið síðan þá, fyrir utan eina sjónvarpsmynd sem hét: Will: G. Gordon Liddy (1982).

danny ll

Ástæða þess að Danny var valinn í hlutverkið var sú að hann gat einbeitt sér tímunum saman. Hann gat leikið allar senurnar án þess að átta sig á – þá sex ára – að hann væri að leika í hryllingsmynd. Honum var sagt að hann væri að leika í drama um fjölskyldu sem byggi á hóteli.

Danny_Lloyd

Í dag er Danny Lloyd líffræðiprófessor í Kentuckyríki í Bandaríkjunum. Hann er kvæntur Jessi Diana og á fjögur börn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!