KVENNABLAÐIÐ

Jessica Simpson „mömmuskömmuð“ fyrir að lita hár sjö ára dóttur sinnar

Söngkonan Jessica Simpson varð fyrir barðinu á „mömmuskömmurum“ (e. mommy-shamers) á Instagram á dögunum. Jessica tók sjö ára dóttur sína Maxwell Johnson á hárgreiðslustofuna Nine Zero One í vestur-Hollywood til að lita endana á hári hennar fjólubláa. Hún er með ljóst hár.

Auglýsing

Um leið og Jess var búin að pósta myndinni á Insta fékk hún holskeflu skilaboða yfir sig, bæði af skömmum og lofum.

Auglýsing

View this post on Instagram

Inspired by The Descendants #901girl #MAXIDREW

A post shared by Jessica Simpson (@jessicasimpson) on

„Af hverju að byrja svona ung að skemma hárið?“ spurði einn notandi. „Hún er æðisleg og ég hlæ að því að þú hafir verið að halda í perlurnar þínar til að fá ekki lit í þær. Þið hinir hjóta að eiga leiðinleg líf!“

Riawna Capri, sem er stjörnustílisti, litaði hárið á Maxwell, sagði að Maxwell hefði skemmt sér mjög: „Hún var bara mjög ánægð og eðlileg. Ég held að við eigum eftir að sjá hana oftar en mömmu hennar!“

Jessica segir að nýju litirnir hafi verið vegna nýju Disney myndarinnar „Descendants“ þar sem Dove Cameron er með fjólubláa hárkollu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!