KVENNABLAÐIÐ

Tom Cruise ætlar að flytja til Nýja-Sjálands

Leikarinn smávaxni, Tom Cruise, hefur hug á að flytja til Nýja-Sjálands, þar sem líklegt er að næstu tvær Mission Impossible myndirnar verði teknar.

„Kvikmyndaráð Nýja-Sjálands er að reyna að fá tökuliðið til að koma og taka myndirnar og Tom er 100% sammála. Hann hefur verið að láta fólk skoða hús í Nýja-Sjálandi í náttúrunni á South Island,” segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við TMZ.

Auglýsing

„Skilyrðin eru hinsvegar þau að húsið verður að vera nálægt einkaflugvelli eða þyrlupalli því hann vill geta farið þegar honum sýnist. Það er líka ný bygging Vísindakirkjunnnar í Auckland sem hann vill geta farið í.”

Auglýsing

Tom og dóttir hans Suri hafa ekki sést í mörg ár og er talið líklegt að Tom líti ekki á hana sem dóttur sína, eins og fjallað er um HÉR.

Ef hann flytur til Nýja-Sjálands, sem þykir líklegt að hann geri, verður hann enn fjær dóttur sinni. Honum er kannski alveg sama, ef marka má þessar sögusagnir. Tom býr nú í íbúð í Clearwater í Flórídaríki, en á ekki heimili á vesturströndinni eins og er. Hann deilir tímanum milli Clearwater og svo býr hann í íbúðum Vísindakirkjunnar og hótelum: „Hann hlakkar til að geta fest rætur á fallegum stað á næstunni.”

Suri býr hjá Katie Holmes í New York og eru þær nánar, eins og nýlegar myndir gefa til kynna.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!