KVENNABLAÐIÐ

Þorpið þar sem enginn drengur hefur fæðst í níu ár

Pólska þorpið Miejsce Odrzańskie, mun veita þeim foreldrum ríkuleg verðlaun eignist þau dreng, en enginn hefur fæðst síðastliðin níu ár. Yngsti drengur sem býr í þorpinu er nú orðinn 12 ára gamall.

Enginn veit ástæðuna en pör í Miejsce Odrzańskie eru orðin úrkula vonar að sveinbarn komi undir. 300 íbúar þorpsins eru konur. Þorpið hefur vakið mikla athygli fyrir þessa staðreynd og segir bæjarstjórinn Rajmund Frischko í viðtali við pólska blaðamenn að þetta sé ótrúlegt met, hann sé búinn að athuga sagnfræðiskýrslur og það sé svona, langt aftur í tíma.

Auglýsing

„Við skoðuðum þetta vandlega, fæðingarvottorð og annað. Það er rétt sem eldri íbúar þorpsins segja, stelpur fæðast stöðugt, fæðingar stráka eru fágætar. Að útskýra þetta verður ekki auðvelt.”

Auglýsing

„Þetta hefur verið svona í áratugi,” segir Tomasz Golasz, slökkviliðsstjóri sem starfar mestmegnis með konum. Hann segist gjarna vilja eignast dreng en hann á tvær stelpur. „Við höfum reynt þetta og nágrannarnir líka – það koma bara stelpur!”

Bæjarstjórinn hefur nú sett af stað nefnd sem á að rannsaka þessi óvenjulegu kynjahlutföll: „Þetta er annaðhvort skyldleiki aftur í aldir eða umhverfisáhrif. Það verður að rannsaka þetta vandlega.” Þar til verður keppni hjá pörum bæjarins að búa til dreng. Ekki hefur verið gefið upp hver verðlaunin verða en bæjarstjórinn segir þau verða „rífleg.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!