KVENNABLAÐIÐ

Klippti lim nágranna síns af með skærum

Reiður maður frá Flórídaríki gæti hafa verið undir áhrifum máls Lorenu og John Wayne Bobbitt því hann hefur verið ásakaður um að fara inn hjá nágranna sínum og klippa af honum getnaðarliminn með skærum.

Auglýsing

Samkvæmt dómsskjölum fór Alex Bonilla (49) inn hjá nágranna sínum í Trenton, Flórídaríki, Bandaríkjunum þann 14 júlí síðastliðinn. Hafði hann byssu með í för. Var hann reiður því hann hafði komið að nágrannanum stunda mök við eiginkonu Alexar í maí á þessu ári.

„Fórnarlambið segir að ákærði hafi verið verið með svarta skammbyssu og hótað að drepa fórnarlambið ef það streittist á móti.”

Þá tók Bonilla fórnarlambið inn í svefnherbergið hans „batt hann og með áræðni skar hann lim fórnarlambsins af með skærum.”

Bonilla er svo ásakaður um að hafa flúið vettvanginn með lim fórnarlambsins undir höndum.

Bonilla var svo handtekinn og ákærður fyrir innbrot með vopni, líkamsárás, frelsissviptingu og fleira.

Auglýsing

Tveir unglingar voru á staðnum þegar atvikið gerðist. Þeir sáu Bonilla koma inn með vopnið og sáu hann taka manninn inn í svefnherbergið. Bonilla var því ákærður fyrir að stofna andlegu og líkamlegu ástandi þeirra í hættu.

Eins og flestir vita var Lorena Bobbitt ákærð fyrir 25 árum síðan fyrir að skera lim eiginmannsins, John Wayne, af með hníf. Lesa má nánar um málið HÉR.

Ekki er vitað hvort heilbrigðisstarfsfólk hafi getað komið limnum aftur á fórnarlambið í Flórídaríki.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!