KVENNABLAÐIÐ

Sharon Stone ber sig sjálfa saman við Díönu prinsessu: „Allir hafa gleymt okkur”

Leikkonan Sharon Stone sem átti glæsilegan leikferil er ekki ánægð með að hafa fallið af sínum stalli í Hollywood.

Basic Instinct leikkonan fékk stórt slag árið 2001 og er nú í aðgerðum til að styðja við konur sem hafa fengið slag og aðra aldurstengda kvilla hjá konum.

Auglýsing

Í nýju viðtali við Variety segir hún að hún telji að veikindi hennar hafi valdið því að aðdáendur hennar gleymdu henni…rétt eins og allir gleymdu Díönu prinsessu:

„Ég var heitasta kvikmyndastjarnan, þú veist? Þetta var eins og ég og Díana, við vorum svo frægar og – hún dó og ég fékk slag. Og við urðum gleymdar.”

Auglýsing

Eftir að hún fékk slagæðargúlp í heila þegar hún var 61 árs gömul féll allt saman hjá henni. Hún barðist fyrir forræði sonar síns

Roan Joseph Bronstein, þurfti að endurfjármagna húsið sitt og missti af hlutverkum vegna ástands síns.

Stjarnan sem átti einnig í vandræðum í hjónabandi sínu við blaðamanninn Phil Bronstein sagði að „vera til” væri erfitt. „Ég missti allt sem ég átti,” sagði Sharon.