KVENNABLAÐIÐ

Óttast er að ungur Breti hafi lamast eftir ferð í vatnsrennibrautagarð á Benedorm, Spáni

23 ára ferðamaður fór í vatnsrennibrautagarðinn Aqualandia, sem er vinsæll áningarstaður íslenskra ferðamanna, en hann er staðsettur á Benedorm á Spáni.

David Briffaut missti meðvitund eftir að hafa farið niður rennibrautina The Splash. David var á ferð með kærustunni sinni Penny.

Auglýsing

Farið var strax með hann á sjúkrahús og hann settur í öndunarvél. Búist er við að hann sé varanlega lamaður, þar sem tveir hryggjarliðir brotnuðu í hálsi hans.

ott11

Mark, frændi Davids, segir: „Þetta er martröð allra. David er yndislegur ungur maður sem var að njóta í sakleysi sínu að vera í fríi með kærustunni. Við biðjum um kraftaverk en okkur hefur verið sagt að meiðsli hans séu afar alvarleg. Við skiljum ekki hvernig þetta á að hafa gerst í fjölskyldugarði. David var að hegða sér á eðlilegan hátt og hann var ekki búinn að drekka áfengi. Við teljum að rannsaka þurfi þetta mál ítarlega.”

ott23

David og Penny sem hafa verið saman í sex ár voru á Costa Blanca ströndinni með öðru pari. Þau voru að fagna útskrift Pennyar.

Þau ákváðu að taka dag frá til að fara í vatnsrennibrautagarðinn Aqualandia.

ott

Í honum eru 15 rennibrautir og var David í rennibrautinni sem kölluð er Splash þegar hann varð meðvitundarlaus eftir að hafa rekist á botninn.

Auglýsing

David, sem vinnur á golfklúbbi nálægt heimili sínu í Essex, Bretlandi, fór beint á spítalann.

Foreldrar hans voru hjá honum deginum eftir, en þau flugu beint til Spánar. Búist er við að hann verði fluttur til Bretlands með sjúkraflugi á næstu dögum.

Ræðismaður Breta á Spáni hefur verið þeim innan handar, og þau eru honum þakklát: „David hefur farið í aðgerð og er með lítilli meðvitund. Hann er mjög þjáður. Hann þarf fleiri aðgerðir í vikunni.”

ott3

Aqualandia er, eins og áður sagði, mjög vinsæll vatnsrennibrautagarður. Opnuð var ný rennibraut, The Cyclon, á dögunum eins og Sykur hefur greint frá.

Vinir Davids hafa opnað síðu á Just Giving til að gera heimilið tilbúið fyrir fatlaðan einstakling. Foreldrarnir segja: „Þetta er martröð. Sonur okkar fór í frí með kærustunni sinni og nú er okkur sagt að hann muni ekki geta gengið aftur. Við getum bara lagst á bæn og beðið þess að honum batni. Hann finnur ekkert frá hálsi og niður úr.”

Talskona Aqualandia sagði að garðurinn væri ekki ábyrgur fyrir slysinu: „Við höfum myndbandsupptöku sem sýnir að þessi 23 ára maður fór ekki eftir reglunum fyrir rennibrautina. Sundlaugaverðirnir sögðu honum reglur rennibrautarinnar og hann fylgdi þeim ekki. Vinir og fjölskylda staðfesta það. Við getum ekki verið ábyrg þegar gestir fara ekki eftir reglunum.”

Á myndbandi sem fjölskyldan hefur undir höndum sést hvenær David slasast. Þau Penny eru á maganum á mottum og fara niður. Þegar hann kemur niður fer höfuðið til hliðar. Vitni segja að liðið hafi yfir hann, svo opnaði hann augun í augnablik og sagði: „Ég finn ekki fyrir fótunum mínum.”

Heimild: The Mirror

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!