KVENNABLAÐIÐ

Hætti með kærustunni til að keppa í The Bachelorette

Fyrirsætan Calee Lutes segir að hennar fyrrverandi, Peter Weber, hafi hætt með henni til að keppa í raunveruleikaþættinum, The Bachelorette. Peter er nú einn af fáum sem eftir eru að keppa um hjarta Hannah Brown. Calee segir Peter hafa hætt snögglega með henni til að fara í þáttinn.

Auglýsing

Calee segir í viðtali við ET: Við vorum í alvarlegu sambandi. Hann sagðist elska mig í fyrsta sinn í október og við töluðum um það í hvert einasta skipti sem við vorum saman að okkur væri alvara. Hann vildi að ég flytti til L.A til að vera með honum og við ættum að finna okkur íbúð. Ég var tilbúin að flytja í ár eða svo til að gefa sambandi okkar séns, en hann vildi ekki hafa þetta tímabundið…hann talaði um „að eilífu.“ Við töluðum um að eignast börn og plönuðum allt í smáatriðum – hvernig við myndum fljúga til og frá L.A. til Atlanta til að heimsækja fjölskyldu mína ef við myndum finna okkur í Kaliforníu. Við töluðum um þetta allt alveg þar til hann hætti með mér.“

Calee og Peter
Calee og Peter
Auglýsing

Peter hætti svo með Calee: „Tveimur dögum fyrir jól árið 2018 töluðum við saman á FaceTime og hann sagði að við ættum að enda sambandið áður en það yrði alvarlegra. Hann sagði mér ekkert af hverju. Ég var í áfalli. Að gera þetta rétt fyrir jól eyðilagði ekki bara jólin fyrir mér heldur fjölskyldunni minni líka.“

„Hann sveik mig algerlega. Hann var í viðtölum fyrir raunveruleikaþátt á meðan hann var að undirbúa framtíð með mér,“ heldur Calee áfram. „Ég treysti honum fullkomlega og hann dró teppið undan mér. Líka, eins og þetta væri ekki nógu slæmt, hafa margir haft samband við mig og sagt hann hafa verið að hitta aðrar konur meðan hann var með mér.“

Calee komst að þessu þegar þátttakandalistinn var birtur fyrir þáttinn: „Ég komst að þessu sama dag. Frænka mín sendi mér þetta. Ég fékk sjokk og vissi um leið að hann hafði hætt með mér til að fara í þáttinn. Allt sem „meikaði ekki sens“ áður gerði það núna.“

Varðandi hvort Peter verði aðalstjarnan í The Bachelor segir Calee: „Ég veit hann er ekki tilbúinn að binda sig, þannig það yrðu stór mistök. Ég vona þeir velji einhvern sem er þarna af réttum ástæðum. Ég myndi ekki þola að sjá hann særa fleiri.“

Calee hefur einnig eitthvað að segja við Hannah Brown: „Þú virðist vera frábær kona. Ég vona að þú veljir rétt og finnir prinsinn þinn!“