KVENNABLAÐIÐ

Voru Meghan og Kate að grafa stríðsöxina eða var þetta leikþáttur? – Myndir frá Wimbledon

Er raunverulegur kærleikur á Wimbledon milli Meghan Markle og Kate Middleton? Svilkonurnar sátu hlið við hlið á Wimbledon tennisvellinum laugardaginn 13. júlí og sátu í konunglegu stúkunni þar sem þær fylgdust með vinkonu Meghan, Serenu Williams, keppa við Simona Halep. Pippa Middleton var með þeim ásamt öðrum frægum.

a strið

Auglýsing

Starfsfólk vallarins kallaði Meghan „martröð” út af dívustælum en Kate hélt sig til hlés. Meghan var án efa leið því Simona burstaði Serenu, en um var að ræða úrslitaleik.

a str9

Allra augu voru þó ekki á leiknum heldur svilkonunum, enda hafa þær (að sögn) lengi eldað grátt silfur saman. Þær litu báðar út fyrir að vera frekar stífar og líkamstjáningin bar því vitni, þrátt fyrir að þær hafi sett upp sín bestu andlit.

Auglýsing

str1

Serena fékk mikið lof frá þeim stöllum, en hún tapaði viðureigninni.

str2

Meghan og Kate brostu báðar og spjölluðu í stúkunni.

str8

Meghan er enn í barneignarleyfi en hún var „erfið” á Wimbledon. Hún var kölluð „martröð” af starfsfólki sem reyndi að gera henni til geðs. Var hún fyrst klædd í gallabuxur, en það er bannað og þurfti hún því að fara í pils.

Auglýsing

str10

Kate hefur aldrei tjáð sig um Meghan, en þær virðast ekki vera nánar. Eftir að Archie fæddist sáu þau hann ekki fyrr en eftir átta daga.