KVENNABLAÐIÐ

Fjölskyldumorðinginn Chris Watts segist hafa verið „andsetinn” þegar hann myrti fjölskyldu sína

Dæmdi morðinginn Chris Watts, sem myrti ófríska konu sína Shanann og dæturnar Bellu og Celeste, þriggja og fjögurra ára, segist hafa liðið sem hann væri „andsetinn” þegar hann framdi glæpina. Þetta segir kona sem heimsækir hann reglulega í fangelsið.

Auglýsing

Faðirinn frá Coloradon sem slátraði allri fjöslkyldu hefur verið að hitta og ræða við tvær konur og hefur opnað sig varðandi þessi óvæntu og hryllilegu morð.

wats3

Í nýrri heimildarseríu HLN, Lies, Crimes & Video, hafa konurnar sem heimsækja hann deilt leyndarmálum sem Chris hefur sagt þeim í heimsóknum, þar sem hann eyðir það sem eftir er ævinnar fyrir að hafa myrt alla varnarlausu fjölskylduna sína.

Auglýsing

Kate, sem neitar að sýna andlit sitt eða uppýsa hver hún er, sagðist tala við Chris „um það bil einu sinni í viku,” en hann er geymdur í Dodge Correctional Institution í Wisconsinríki.

„Þegar Chris talar um Shanann við mig segir hann mér hversu frábær hún var og hversu mikið hann elskaði hana,” segir Kate.

Chris játaði að hafa myrt litlu stúlkurnar tvær, en líkunum fleygði hann í olíutanka þar sem hann vann. Konu sína myrti hann og gróf í grunnri gröf, rétt hjá olíutönkunum þann 13. ágúst 2018.

wats

Kate segir um fjöslkyldumorðin: „Chris finnst að hann hafi upplifað brot í raunveruleikanum. Eins og hann hafi snappað. Eins og hann hafi verið andsetinn.”

Önnur kona, rauðhærð að nafni Anna, heimsækir Chris einu sinni til tvisvar í mánuði.

Móðir Chris deildi bréfi sem Chris skrifaði bak við lás og slá. Hann óskaði henni til hamingju með afmælið, en hann mun ekki sleppa út: „Ég vildi ég gæti verið þarna með ykkur öllum,” skrifaði hann.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!