KVENNABLAÐIÐ

Reglur áhyggjufullrar móður af syni sínum í sólarfríi vekja mikla kátínu

Áhyggjufull móðir setti 18 ára syni sínu bráðfyndnar reglur áður en hann fór í sumarfrí til Magaluf á Spáni.

Finlay Brockie setti reglurnar á Twitter, áhyggjur móður hans Lisu, fyrir strákaferðina til Spánar.

Þessar stífu reglur innihéldu m.a. að hann mætti ekki fá sér tattoo – nema það væri rassinn á honum – og ekki stunda óvarið kynlíf því „þú veist ekki hvar þær hafa verið.”

Finlay sem er frá Dunfermline, Fife, Bretlandi deildi skjáskoti af þessum frábæru ráðum og lét fyrirsögnina vera: „Ma maws rules fir maga.“

Auglýsing

Lisa kynnir reglurnar á þennan hátt: „Ég er farin að hafa áhyggjur af ferðinni þinni til Magaluf á morgun. Ég hef verið að hugsa um gagnleg ráð.

 

  • Ekki drekka áður en þú kemur á flugvöllinn. Ef þú ert fullur hleypa þeir þér ekki í vélina. Manstu Eminem tónleikana. Eða ég reyndar ætlast ekki til að þú munir eftir þeim.
  • Ekki taka vegabréfið þitt út á kvöldin sem skilríki. Á síðastliðnum mánuði eða svo hefurðu týnt tveimur bráðabirgðaskírteinum, þremur húslyklum, bankakortum, peningum og veski. Þér er ekki treystandi. Ef þú týnir því færðu ekki að koma heim, sem væri reyndar ekki það slæmt þar sem þú átt bara tíu punda seðil í eyðslufé.
  • Mundu að borða. Ekki dæma verð matarins af því hversu marga áfenga drykki þú gætir keypt fyrir sama verð.

Finlay segir þá við hana: „Ég verð í lagi.”

Lisa heldur þá áfram:

Ef það verður bátapartý eða bara sundlaugarpartý skaltu halda þig frá því. Mundu eftir því þegar þú óvart labbaðir í tjörn og þurftir að koma heim nakinn og síminn þinn var bilaður.

Fin segir: „Góðir tímar.”

Hún heldur áfram: „Ekki fá þér tattoo eða ef þú færð þér vertu viss um að það sé á rassinum á þér þannig þegar þú sérð eftir því næstu 70 árin er það ekki svo augljós dagleg áminning um þegar þú varst 18 ára vitleysingur.“

  • Ekki stunda óvarið kynlíf. Eitt kvöld er ekki virði lífs með lekanda. Í raun, ekki stunda neitt kynlíf. Þú veist ekki hvar þær hafa verið.
  • Ekki hringja í mig þegar þú ert fullur. Þá verð ég enn áhyggjufyllri. Þrátt fyrir að uppáhaldslagið þitt heyrist, ef það er klukkan þrjú um nótt þarf ég ekki á því að halda að þú hringir og öskrir: „Þú munt elska þetta lag Lisa. Hlustaðu á bassann droppa!“
  • Ég þarf heldur ekki á því að halda að sjá þig í myndbandssamtali talandi við eitthvað ókunnugt fólk.
Auglýsing
  • Hugsið vel um hvern annan og hringdu ef það eru vandamál. Ég er að reyna að upphugsa hver í hópnum er skynsamastur en á í erfiðleikum með það.
  • Ég elska þig meira en lífið þannig skemmtu þér en komdu heill heim.

Svo skiptast þau á kveðjum.

Lisa hefur öðlast marga aðdáendur vegna reglanna. Einn segir: „Þetta er það besta sem ég hef séð, Lisa er einstök.

Annar sagði: „Ég lifi fyrir þessi tvít,” á meðan annar sagði Lisu vera „bestu mömmu í heimi.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!