KVENNABLAÐIÐ

Fjögurra ára drengur nærri kafnaður með hárteygjum úr Rúmfatalagernum

Móðir nokkur vekur athygli slysahættu á Facebooksíðunni Mæðra tips! af hárteygjum sem teygjast mjög – svo mjög að sonur hennar var búinn að taka eina og setja í kringum hálsinn á sér. Sem betur fer var hún í sama herbergi og tók eftir atvikinu strax þó erfitt væri að losa hana.

Auglýsing

Móðirin skoðaði allar teygjur sem fyrirfundust á heimilinu því hún hafði aldrei séð háteygju sem gat teygst svo mjög að hún kæmist yfir höfuð og þar af leiðandi utan um hálsinn.

Auglýsing

Hún segir að það séu „milljón teygjur á heimilinu en það voru bara nokkrar svona og ég vissi ekki hvaðan þessar komu.“

Hún komst svo að því í gær – hárteygjurnar fást hjá Rúmfatalagernum undir merkinu Tingi. Segir hún að engar viðvaranir séu á umbúðunum, en hún sé ekki að sakast við Rúmfatalagerinn, heldur hvetur foreldra til að athuga hversu mikið teygjurnar á heimilinu teygjast.

Athugið: Meðfylgjandi mynd er EKKI af samskonar teygjum

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!