KVENNABLAÐIÐ

Segir Donald Trump hafa nauðgað sér fyrir 23 árum síðan

Pistlahöfundurinn E. Jean Carroll heldur því fram að núverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi nauðgað henni fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Carroll segir atvikið hafa gerst í mátunarklefa Bergdorf Goodman búðarinnar í Manhattan. Þá var Carroll 52 ára og Trump fimmtugur. Carroll hefur sagt frá þessu í nýrri æviminningabók sinni, What Do We Need Men For? A Modest Proposal en Hvíta húsið hefur gefið út yfirlýsingu þar sem sagt er að ásakanirnar sé „algerlega falskar og óraunverulegar.“

Auglýsing

CNN hefur fjallað um málið og segir Donald Trump hafa svaraði því þannig að hann vissi ekki hver konan væri og hún hefði ásakað aðra menn um slíkt hið sama. Þá var honum sýnd mynd af þeim saman, en Donald vísaði því á bug og sagði Ivönu standa við hlið hans, en þau voru gift á þeim tíma.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!