KVENNABLAÐIÐ

Priscilla Presley dauðhrædd um að Lisa Marie muni deyja of snemma eins og faðir hennar

Einkadóttir Priscillu Presley, Lisa Marie, hefur opnað sig varðandi alvarlegan fíknivanda en Priscilla er mjög hrædd og áhyggjufull vegna hennar.

Þrátt fyrir að Lisa Marie segi að hún sé „þakklát fyrir að vera á lífi” í dag, er móðir hennar á nálum því hún er hrædd um að hún muni falla.

„Dauði Elvisar nístir hana enn í hjartað meira en 40 árum seinna – og hún mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að sagan endurtaki sig ekki,” segir heimildarmaður náinn fjölskyldunni.

Elvis fannst á baðherbergisgólfinu heima hjá sér í ágúst 1977 eftir að hafa neytt mikils skyndibita og misnotaði hann einnig lyf. Hann fékk hjartaáfall.

Auglýsing

Lisa Marie veit fullvel hversu ópíóðar eru hættulegir, eins og Sykur hefur áður greint frá.

Priscilla hefur haft áhyggjur af Lisu Marie allt hennar líf: „Að alast upp í frægustu fjölskyldu Bandaríkjanna þýðir að margir hafa reynt að hafa áhrif á hana síðan hún var krakki. Hún hefur verið í kringum rokkara, dópista og furðufugla í áratugi, en það var ekki fyrr en á fimmtugsaldri að hún fór að drekka of mikið og misnota lyf – og Priscilla var í öngum sínum.”
Villtustu ár Lisu voru 2015 og 2016. Þá bjó hún í Nashville og djammaði alla nóttina, misnotaði eiturlyf og var beðin um að fara af kráum og veitingastöðum þar sem hún drakk allt áfengið!

„Lisa Marie var algerlega farin af hjörunum, algert lestarslys” segir innanbúðarmaður. „Hún var úti alveg stjórnlaus. Hún var drafandi í tali og allir sáu það. Einu sinni missti hún veskið sitt og það duttu pillur og pilluglös út um allt! Hún fór á „gay” klúbba og djammaði frameftir nóttu. Hún hékk með Kid Rock og þau dópuðu mikið.”

Auglýsing

 

Priscilla elskar barnabörnin sín, hinar 10 ára Harper og Finley, en er jafnframt hrædd um þær. Priscilla þurfti að hafa þær þegar Lisa fór í meðferð.Nú segist Lisa vera edrú og reynir að koma lífi sínu á réttan kjöl.