KVENNABLAÐIÐ

Æfingarútína Meghan Markle eftir barnsburð er afskaplega einföld

Meghan Markle átti Archie fyrir fjórum vikum síðan en er ekkert að drífa sig að komast aftur í fyrra form eins og svo margar nýbakaðar mæður flaska á.

Auglýsing

Samkvæmt Katie Nicholl sem sérhæfir sig í konungsfjölskyldum segir hún að Meghan elski hreinlega að vera í formi en hún er ekki á leið í sömu rútínu og áður…alls ekki strax. Hún eyðir miklum tíma í að einbeita sér að barninu: „Hún er búin að taka því rólega,” segir Katie við ET. „Ég hef heyrt að jóga sé á dagskránni, en bara einfalt jóga, engar erfiðar æfingar.

Doria, móðir Meghan, er jógakennari og hefur lært barnajóga og meðgöngujóga þannig hún getur kennt Meghan en þær mæðgur eru mjög nánar.

Auglýsing

„Það er allt sem hún hefur verið að stunda,” segir Katie. „Fullt af göngutúrum í Windsor Great garðinum – þannig léttar æfingar, engin lóð. Hún er greinilega ekki að flýta sér að komast aftur í form. Hún er að njóta þessa tíma. Hún er blíð við sig sjálfa.”

Og hún ætti að vera það! Meghan gefur sér tíma til að anda, rétt eins og allar nýbakaðar mæður ættu að gera.

„Þetta er náttúruleg leið að móðurhlutverkinu. Engar kvaðir, ekkert stress að koma sér strax aftur í form. Það eru bara fjórar vikur síðan hún átti.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!