KVENNABLAÐIÐ

Meghan Markle skipuleggur teiti sem á eftir að falla í grýttan jarðveg hjá konungsfjölskyldunni

Hertogaynjan Meghan Markle fer sínar eigin leiðir. Nú hefur verið uppljóstrað um teiti sem hún hyggst halda til að fagna Archie og hitta frægu vini sína í leiðinni:

„Megan sársaknar þess að hitta vini sína og það er engin leið fyrir hana að halda slíkt teiti í Buckinghamhöllu eða jafnvel Frogmore House (þar sem þau hjónin búa nú). Þetta verður stórt teiti á bandarísku hóteli með gömlum vinum á borð við Clooney-hjónin, Beckham hjónin, Serenu Williams og eiginmanni og gömlu vinum hennar úr Suits,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

Hvenær teitið er áætlað er ekki alveg ljóst, en það mun verða eftir nokkrar vikur „þegar Meghan er komin á ról á ný,“ segir heimildarmaðurinn.

Þykir allt eins víst að teitið eigi ekki eftir að falla í kramið hjá konungsfjölskyldunni: „Steypiboð og fagnaðir af þessu tagi eru hreinlega ekki haldnir í fjölskyldunni, þannig líklegt er að um flugeldasýningu verði að ræða í Buckinghamhöll.“

Auglýsing

Meghan er hálfgerður „villingur“ í fjölskyldunni þannig hún brýtur reglur eins og henni sýnist. Áður en hún varð móðir hélt hún steypiboð í New York og svo vildi hún ekki „frumsýna“ Archie eins og venja er, heldur bað um frið til að kynna hann fyrir heiminum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!