KVENNABLAÐIÐ

Irina Shayk hætti með Bradley Cooper og skrapp til Íslands

Ofurfyrirsætan Irina Shayk er ein umtalaðasta kona í heimi þessa dagana en hún var með Bradley Cooper í sambandi í fjögur ár og á dóttur með honum sem fædd er árið 2017. Þau skildu nú á dögunum eins og Sykur hefur greint frá.

Auglýsing

Erlendir fréttamiðlar segja nú að Irina hafi bundið enda á sambandið. Til hennar sást á flugvelli í Los Angeles í fyrradag og nú er hún stödd á Íslandi, mynd af henni birtist á Instagram þar sem hún var á Jökulsárlóni. Miley Cyrus hvatti hana reyndar til að stinga sér til sunds, en við myndum ekki mæla með því!


View this post on Instagram

.. @falconeriofficial ❄️

A post shared by irinashayk (@irinashayk) on

Vinkona hennar segir við ET: „Nýlega ákvað Irina að þetta væri komið gott. Henni fannst hún ekki vera að fá þá athygli og skuldbindingu sem hún vænti frá honum og þessi endalausu rifrildi gerðu líf hennar óbærilegt. Dóttirin var það eina sem hélt þeim saman.

Auglýsing

Sagt er einnig að þau hafi verið óhamingjusöm í einhvern tíma. Þau voru næstum hætt saman á sama tíma og kvikmyndin A Star Is Born var frumsýnd, en þeim var ráðlagt að gera það ekki þar sem það gæti skyggt á velgengni myndarinnar.

Irina og Bradley reyndu svo ráðgjöf eftir frumsýninguna en það gekk ekki: „Irina hafði stórar væntingar varðandi framtíðina og hélt að þegar barnið væri fætt myndu þau gifta sig. Það gerðist aldrei. Hún vildi alltaf meira frá Bradley og fannst hann vinna allt of mikið.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!