KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum glæpamanni með tattoo yfir hálfu andlitinu finnst erfitt að fá atvinnu

Puk Kireka, sem hefur verið inn og út úr fangelsi fyrir ofbeldi og pyntingar, hefur játað að honum reynist erfitt að finna heiðarlega atvinnu.

not1

Puk hefur risastórt tattoo yfir meirihluta andlitsins, sem segir notorious (ísl. alræmdur) og er hann 31 árs gamall, þriggja barna faðir.

Auglýsing

Tattoo-ið er merki mafíunnar Mongrel í Nýja-Sjálandi.

not2

„Ég veit það verður erfitt að fá vinnu vegna þessa,” segir hann. „Ég verð alltaf merktur mafíunni, en það er nauðsynlegt að sýna að maður geti breytt um lífsstíl,” en Puk fékk sér húðflúrið í fyrra. „Ég vil fá fleiri með mér um borð í þessum nýja lífsstíl,” en hann hefur einnig grennst um 31 kíló.

not4

Puk hefur verið frjáls maður í um fimm ár og segir að bæði hugarfarið og ruðningur eigi hug hans allan og hefur það hjálpað honum að breytast. Hann hefur spilað ruðning en áhorfendur urðu skelkaðir. Einn sagði: „Hvað er þessi mafíósi að gera á vellinum? Hann lætur alla líta illa út.”

not3

Puk hefur verið í mafíunni síðan 2008, en þá var hann tvítugur. Hann hefur setið tvisvar sinnum inni og er hann samt enn í sambandi við fyrrum vini sína: „Margir þeirra eru enn að drekka og reykja. Þó þeir séu ekki að lenda í miklum vandræðum eru þeir samt að eyðileggja líf sín með lífsstílnum,” sagði Puk í viðtali við Hawke’s Bay Today.

Auglýsing

Ruðningurinn hefur hjálpað honum heilmikið og segist hann vera fyrirmynd annarra glæpamanna: „Þeir hafa lesið um lífstílsbreytinguna á Facebook. Margir hafa haft samband og vilja vita hvað ég er að gera í ræktinni. Það eina sem ég vildi var að verða heilbrigður…að líta vel út og líða vel.”