KVENNABLAÐIÐ

26 ára fyrirsæta um kærastann: „Ég er ekki með honum vegna peninganna!“

Ung fyrirsæta hefur séð sig knúna að svara fyrir sig vegna kærastans, en hann er 54 ára og er 147 sentimetrar á hæð. Þau eru vön að vekja undrun og umtal þegar þau sjást úti saman, enda er bæði hæðar- og aldursmunur á þeim.

Mason Reese (54) og Sarah Russi (26) segja að peningar hafi ekkert að segja í sambandi þeirra, heldur hafi þau sameiginleg áhugamál, á milli þeirra er virðing og svipaður húmor.

„Sannleikurinn er sá að við erum ekki sambærileg, það er ótrúlegt að ég horfi á þessa 26 ára fullorðnu fallegu stúlku og segi: „Ó, hún er ástfangin af mér,“ segir Mason.

Mason sem er frá New York segist sjálfur vera jafn hissa og aðrir á því hversu heppinn hann er: „Þegar hún viðraði fyrst þá hugmynd að vera í sambandi fékk ég áfall. Fólk spyr hana: „Í alvöru, ertu með þessum gaur? Af hverju? Er það út af peningunum? Er hann sykurpabbi þinn?“ (e. sugardaddy).

Þrátt fyrir að Sarah hafi áður starfað sem sykurstúlka (e. sugar baby) segir hún að sambandið við Mason, sem er fyrrum barnastjarna, sé alvöru: „Að vera sykurstelpa er skemmtilegt, t.d. að fá greitt um 40 þús (ISK) fyrir að fara út að borða. Síðan ég fór að hitta Mason ákvað ég að ég vildi það ekki lengur. Ég er bara hamingjusöm að vera í sambandi með honum. Ég þarf ekki að vera með honum fyrir pening.“

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!