KVENNABLAÐIÐ

Lisa Marie játar ópíóðafíkn og skömmina sem fylgir henni

Einkadóttir poppkóngsins sáluga, Elvis Presley, játar að hún hafi skammast sín óendanlega fyrir að vera háð ópíóðum og verkjalyfjum.

Í nýútgefinni bók Harry Nelson sem nefnist The United States of Opioids: A Prescription For Liberating A Nation In Pain skrifar Lisa Marie um endurminningu sína um „skammvinnan ópíóðakúr” sem skrifaður var upp á hana eftir að hún fæddi tvíburastúlkurnar hennar var allt sem þurfti til að senda hana til „helvítis.”

Auglýsing

„Við leyfum skömminni hindra okkur í að leita okkur hjálpar. Þetta er einstök áskorun fyrir fólk sem er frægt. Ég hef séð þetta hjá allt of mörgum sem mér hefur þótt vænt um. Ég hef upplifað þetta sjálf,” skrifar Lisa Marie sem er nú 51 árs gömul.

Í skilnaðarmáli hennar og Michael Lockwood þurfti hún að sýna skjöl þar sem hún játar kókaínfíkn og að hún hafi farið í meðferð: „Ég þurfti að fara í meðferð mörgum sinnum. Ég var í klessu. Ég gat ekki hætt.”

Auglýsing

Að sama skapi játaði hún að hún væri háð „verkjalyfjum og ópíóðum” og notaði „hryllilega mikið af kókaíni.”

Lisa Marie talar um þetta í innganginum: „Það sem gerir ópíóða svo hættulega er hversu háður maður verður þeim.”

Hjónabandið leið fyrir fíkn hennar og sagði Michael að hún væri „ofsóknarbrjáluð og sæi sýnir.” Einnig sagði hann að hún tæki upp undir 80 pillur á dag.

Lisa svaf stundum ekki í marga daga, einu sinni svaf hún ekkert í 11 daga.

Lisa Marie játar að það sé „erfitt að sjá nákvæmlega hvar þetta fór í vitleysu” varðandi fíknina.

Hún þakkaði svo að lokum börnunum sínum fjórum fyrir að gefa henni „tilgang í batanum.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!