KVENNABLAÐIÐ

Ástkona Whitney Houston segir frá öllu í nýrri bók

Mikil dópneysla, framhjáhald og ástarfundir með stórum stjörnum: Þetta er eitthvað sem ástkona Whitneyar, Robyn Crawford, ætlar að tjá sig um í nýrri bók sem koma mun út næsta haust.

Robyn var oft ástæða rifrildis milli Bobby Brown og Whitney Houston meðan þau voru gift. Robyn og Whitney kynntust í East Orange, New Jersey þegar þær voru ungar. Síðan giftist Whiney Bobby og allir vita hvernig það fór.

„Síðan Whitney lést árið 2012 hefur besta vinkona hennar, Robyn Crawford, haldið sig utan sviðsljóssins og þagði um um öll ævintýrin, gleðina og sannleikann um líf hennar með Whitney,” segir í yfirlýsingu varðandi bókina sem mun koma til með að heita A Song for You: My Life with Whitney Houston.

Auglýsing

Robyn segir að Bobby hafi verið henni afar reiður. Hann henti Robyn, sem hann kallaði yfirþyrmandi og ókurteisa, af heimili þeirra og sagði: „You gotta get the f**k out. This is my wife. You have to go!” (Þú verður að drulla þér út. Þetta er konan mín. Þú verður að fara!”)

Auglýsing

Whitney sem drukknaði í baðkari á hótel Beverly Hilton þegar hún var undir áhrifum, hafði mikla kynhvöt og átti í ástarævintýrum með bæði Tupac Shakur og söngvaranum Ray J – sem best er þekktur fyrir kynlífsmyndbandið með Kim Kardashian.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!