KVENNABLAÐIÐ

Bráðfyndin saga móður úr búðinni

Eydís Herborg deilir grátlega fyndinni sögu úr búðinni sem allir verða að lesa:

Börn! Þessar til litlu verur sem finna leiðir til að láta mann bæði eldast á methraða og finnast maður vera 14 ára á sama tíma!

Myndin frá Hugleik rammar svo inn hvað mig langaði að gera nákvæmlega á þessari stundu…

hull

Auglýsing

Nýkomin úr vinnunni, þreytt og svöng og strax send út í búð. Dreg í óðagoti dóttur mína með til að geta spjallað um daginn hennar…

Þegar ég er í óða önn að setja í poka dregur dóttir mín það af afgreiðslubandinu það sem ég er búin að humma af mér að kaupa síðustu vikuna, en fannst greinilega tilvalið að kaupa núna – Smokkapakka!

Ég svitna og stari vongóð á hana og vonast eftir að hún hendi þessu í pokann…

En von mín varð að engu, því krakkarassgatið veifaði pakkanum framan í alla viðstadda. „HVAÐ ER ÞETTA?“ spurði hún aftur og aftur.

Ég reyndi að þagga niður í henni, en án árangurs.

Að lokum leit ég vonaraugum á ungu afgreiðslustelpuna sem barðist við að halda niðri í sér hlátrinum.

Auglýsing

„Þetta eru blöðrur,“ heyrði ég sjálfa mig segja.

„Fyrir strákana þá?? Jakob er nýbúinn að fá blöðru!!!“

„Nei, elskan, ekki fyrir Jakob, heldur pabba,“ segi ég.

Hamingjusama dóttir mín hrópaði af gleði: „Þá getum við haldið partý heima! Blöðrupartý!“
þarna sáum hvorki afgreiðslustelpan né ég neitt fyrir tárum því við emjuðum úr hlátri og sama hvað ég bað hætti dóttir mín ekki að blaðra um blöðrurnar, partýplön og að veifa pakkanum um…

Ekki fyrr en ég mútaði henni til að þegja með fimm krónum. Það tók mig alveg óendanlega langan tíma að koma blessuðum vörunum í helvítis pokana.

…ég mun ekki fara í búðina næstu vikurnar, og er hérmeð hætt að stunda þá iðju sem krefst þess að maður kaupi svona partýblöðrur.

Partýið er búið krakkar, takk og bless!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!