KVENNABLAÐIÐ

R. Kelly ákærður fyrir 11 kynferðisbrot til viðbótar

Söngvarinn R. Kelly hefur neitað öllum ásökunum, en hann var ákærður fyrir 11 ákæruliði í viðbót í kynferðisbrotamálunum sem hafa verið til umfjöllunar.

Þarf Kelly að mæta fyrir dóm þann 6, júní næstkomandi vegna þessara nýju ákæra.

Auglýsing

Er hann ásakaður að hafa misnotað kynferðislega og beitt kynferðisofbeldi gagnvart fjölmörgum konum í gegnum árin, en nýju ásakanirnar komu eftir útgáfu heimildarþáttanna Surviving R. Kelly í janúar á þessu ári, þar sem fleiri konur stigu fram.

Kelly var ákærður fyrir kynferðisbrot í 10 liðum á fjórum fórnarlömbum, en þrjár þeirra voru undir aldri.

Auglýsing

Skelfilegt var að sjá tvær kvennanna koma fram í viðtali við Gayle King hjá CBS.

Söngvarinn segir, eins og flestir þeirra sem sakaðir eru um slíkt athæfi, að allar konurnar séu að ljúga og hann hafi að sjálfsögðu ekki brotið nein lög.

„Ef þú horfir á þessa heimildarmynd…allir segja eitthvað ljótt um mig… Enginn segir neitt gott. Þau eru að lýsa Lúsifer. Ég er ekki Lúsifer. Ég er maður. Ég geri mistök, en ég er ekki djöfull og alls ekki skrímsli.“

„Fólk er að tala um fortíðina mína, ÓKEI? Það er nákvæmlega það sem það er að gera. Þau eru að fara í fortíðina og eru nú að reyna að bæta þessu við það,“ sagði hann aðspurður um heimildarþættina.

R. Kelly var einnig dæmdur fyrr í þessum mánuði til að greiða meðlag aftur í tímann sem samsvaraði 62.000 dölum. Hann var fangelsaður í marsmánuði vegna þess. Þá borgaði einhver hann út, en hann skuldaði 161.000 dali.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!