KVENNABLAÐIÐ

Donald Trump sagðist hafa getað sængað hjá Díönu prinsessu

Nú líður að Bretlandsheimsókn Bandaríkjaforsetans, Donald Trump. Breskir fjölmiðlar hafa því rifjað upp óviðurkvæmleg orð sem hann lét falla um Díönu prinsessu sálugu, en hann er að fara að hitta fjölskyldu hennar alla.

Þegar Donald var í fasteignabransanum var hann í viðtali hjá hinum alræmda sóðakjafti, Howard Stern. Í samtali þeirra sagðist Donald samþykkja að hann gæti „neglt” hina tveggja barna móður, konu Charles Bretaprins.

Howard spyr Donald, sem er nú 72 ára, af hverju fólki fyndist hann vera „hrokafullur” þegar hann sagðist geta „fengið það hjá Lady Di.”

„Þú hefðir náð henni, ekki satt? Þú hefðir getað neglt hana?” sagði Howard við Donald, sem svaraði þá: „Ég held ég hefði getað það.”

Auglýsing

Tvíeykið hélt síðan áfram og Donald þóttist ætla að bjóða Díönu smá skoðun (e. little check-up) í Lexus bifreiðinni sinni. Svo sagði hann að honum fyndist hún hafa „gullfallega húð.”

Viðtalið var tekið árið 1997, aðeins nokkrum mánuðum áður en hún lést í bílslysinu í París, þá 36 ára.

„Hún var í raun mjög falleg. Mér fannst hún ofurfyrirsætu-falleg,” sagði Trump. „Hún átti tímabil þar sem hún leit ekki vel út og hún átti tímabil þar sem hún leit betur út en allir aðrir í heiminum.”

Auglýsing

Nú er Donald að fara að hitta syni hennar, William og Harry í heimsókninni til Bretlands.

Donald lét svo hafa eftir sér eftir andlát Díönu: „Ég hef bara eina eftirsjá í kvennadeildinni, að ég hafði aldrei tækifæri til að biðla til Lady Díönu Spencer,“ sagði hann.

Það virðist þó ekki hafa verið gagnkvæmt. Vinkona Díönu, Selina Scott segir að hinn óskammfeilni framapotari hafi gefið Díönu hroll: „Hann reyndi að drekkja Díönu í risastórum blómvöndum. Henni fannst það ekki sniðugt og mjög óþægilegt.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!