KVENNABLAÐIÐ

Sló kærastann 52 sinnum utanundir þegar hann vildi ekki gefa henni síma

Maður nokkur var sleginn opinberlega í 52 skipti af kærustunni sinni í verslunarmiðstöð þegar hann neitaði henni um síma á valentínusardaginn. Gerðist atvikið í Kína, en þar er haldið upp á á kínverska valentínusardaginn þann 20. maí. Kínverjar hafa þrjá „ástardaga” á ári.

Auglýsing

Myndband úr eftirlitsmyndavél sýnir konuna slá hann utanundir, en sjónarvottar töldu 52 skipti. Lögreglan staðfesti þetta síðar. Er maðurinn talinn þolandi ofbeldis, enda enginn vafi á að þetta flokkist undir ofbeldi.

Maðurinn brást þó mjög þolinmóður við og eru margir furðu lostnir eftir að hafa séð myndbandið. Hann ver sig ekki neitt eða reynir að halda aftur af henni.

Auglýsing

Lögreglan mætti svo á vettvang og reyndi að róa málin, en maðurinn, þrátt fyrir þessa opinberlegu niðurlægingu, reyndi að verja ofbeldisfullu kærustuna.

Maðurinn sagðist hafa gert mistök að hafa ekki keypt það sem hún vildi og eina leiðin til að róa hana niður væri að leyfa henni að slá hann.

Sagði hann einnig að kærastan sæi um flestöll útgjöld hans, þess vegna væri í lagi að hún slægi hann.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!