KVENNABLAÐIÐ

Nýbakaðir foreldrar gleymdu nýburanum í leigubíl

Lögreglan í Hamburg, Þýskalandi, deildi á dögunum pósti sem fór á flug á netinu. Var hann þess efnis að þeir hefðu haft afskipti af ungum foreldrum sem höfðu gleymt nýfædda barninu sínu í leigubíl á leið heim frá spítalanum.

Samkvæmt pósti lögreglunnar höfðu þessir gleymnu foreldrar eignast sitt annað barn á spítala í Hamburg. Þau voru skiljanlega spennt að komast heim sem fjögurra manna fjölskylda.

Auglýsing

Þau voru í raun svo spennt að þau gleymdu að taka nýja barnið með úr leigubílnum.

Þau tóku eins árs systkinið út úr bílnum, borguðu leigubílsstjóranum og sögðu bless. Þegar bíllinn keyrði af stað fannst þeim eins og eitthvað vantaði, en þegar þau áttuðu sig á að nýjasta fjölskyldumeðliminn vantaði, var það of seint.

Faðirinn reyndi að hlaupa á eftir bílnum, hrópandi en leigubíllinn ók á brott þannig þau þurftu að kalla til lögreglu.

Auglýsing

Leigubílsstjórinn tók ekki eftir hinum gleymda farþega og til að gera málin enn verri, fór hann og lagði bílnum í bílastæðahús til að fara inn og fá sér að borða. Gerði það því leitina enn erfiðari fyrir lögregluna.

Þegar bílstjórinn kom úr mat fór hann á flugvöllinn til að sækja aðra farþega. Þrátt fyrir nokkurra kílómetra akstur tók hann aldrei eftir barninu, en því til varnar svaf það „eins og barn” og gaf aldrei frá sér hljóð. Það var aðeins þegar farþegarnir ætluðu að setjast inn í bílinn að þau komu auga á laumufarþegann.

Bílstjórinn hringdi strax á lögregluna og var hann beðinn um að skutla barninu á lögreglustöðina þar sem það hitti foreldra sína sem eflaust voru fegnari en orð fá lýst…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!