KVENNABLAÐIÐ

Hatari útskýrir palestínsku fánana: Smygluðu þeim inn í keppnina

Hatari var í Kastljósi á RÚV í kvöld og sögðu þeir frá því að þeir hefðu í raun smyglað palestínsku fánunum inn í söngakeppnina. Mikil óvissa ríkti um hvernær hljómsveitin yrði í mynd og Matthías sagðist hafa haft fánann innan í skónum sínum áður en hann tók hann upp: „Ég er bara feginn að hann sneri rétt!“

Auglýsing

Fyrir svörum sátu Matthías Tryggvi Haraldsson, Klemens Nikulásson Hannigan og Einar Hrafn Stefánsson. Var athæfið umdeilda í raun lítið skipulagt að þeirra sögn.

Auglýsing

Ferðalagið frá græna herberginu í búningsherbergið var mikil óvissa, þeir segjast ekki hafa haft hugmynd um í hversu mikilli hættu þeir voru eftir að hafa veifað palestínsku fánunum og hrópað var á þá bæði ókvæðisorðum en líka stuðningsorðum.

„Við erum vön því að mega veifa klútum eins og okkur sýnist,“ sagði Matthías. „Þetta snerti alla svo mikið,“ segir hann (meinandi Palestínumenn)  og segir að þetta hafði haft miklu meiri áhrif en þá hefði nokkurn tíma grunað.

Teymi „Iceland Music News“ fór og keypti fánana í palestínsku borginni Ramallah en allt var lokað þar sem um Ramadan var að ræða. Þeir náðu þó að redda fánunum í leikfangabúð.

Þeir segjast ekki taka of mikið mark á kommentakerfum vefmiðla, en eins og kunnugt er þótti afhæfi Hatara afar umdeilt og rataði í helstu fréttamiðla heims. 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!