KVENNABLAÐIÐ

Kelly Clarkson hefur lést um tæp 20 kíló

Söngkonan Kelly Clarkson hefur grennst heilmikið eftir að hún hóf störf sem þjálfari í söngkeppninni The Voice.

Vinur söngkonunnar segir að það hafi þó ekki verið frá henni sjálfri komið heldur vegna þrýstings frá framleiðendum hennar, en hún fer af stað með spjallþátt í september sem mun koma til með að heita The Kelly Clarkson Show.

Auglýsing

Fann hún þó fyrir því að vera orðin of þung: „Hún var orðin þreytt á að troða sér í fötin og þau pössuðu henni ekki eins og hún vildi,” segir vinurinn.

Þann 16. maí síðastliðinn tilkynnti hún á Twitter að hún hefði ekki lést með óhefðbundnum aðferðum: „Falsfréttir sem ganga núna eru þess efnis að ég hafi verið að taka skrýtnar pillur til að léttast eða í einhverjum tískukúrum. Það er ekki satt. Ég hef ekki tíma í svoleiðis. Ég borða það sama og ég hef alltaf borðað. Það er bara búið til með öðruvísi hveiti/sykri/innihaldsefnum,” segir hún og taggar #Dr.Grundy

Auglýsing

Charlene Ciardiello sem er einkaþjálfari og næringarfræðingur, stofnandi Shut Up & Move, tók undir með Kelly og sagði: „Kelly hefur misst 19 kíló með mataræði Dr. Gundry, sem er byggður á plöntum” (e. plant-based).

Kelly fór í aðgerð að láta fjarlægja botnlangann og segist ekki hafa verið „neitt í ræktinni” síðan hún hóf störf við The Voice. Hún hefur engan tíma til að elda sjálf þannig hún er með kokk sem sér um það fyrir hana: „Hún fær það besta út úr öllu. Hún fær allt sem hún vill.”

Þátturinn The Kelly Clarkson Show verður frumsýndur mánudaginn 9. september á NBC.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!