KVENNABLAÐIÐ

Tvíburunum sem skipt var í tvennt: Myndband

Þær voru eitt sinn síamstvíburar en fagna nú því að vera einstakar. Kendra og Maliyah Herrin deila nánara sambandi en flestir en þær eru frá Salt Lake City í Utahríki. Þær fæddust samvaxnar á búk, deildu maga, lifur, nýrum og höfðu aðeins tvo fætur.

Auglýsing

Þær voru samvaxnar þar til þær voru fjögurra ára og tóku foreldrar þeirra þá erfiðu ákvörðun að aðskilja þær. Maliyah og Kendra eru nú 17 ára gamlar og hafa mjög ólíka persónuleika. Þær hafa einn fót hvor en eru þakklátar foreldrum sínum að hafa aðskilið þær. Þær eru virkar á samfélagsmiðlum til að útrýma fordómum og eiga fjölda aðdáenda!

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!