KVENNABLAÐIÐ

Kim er farin að tala um að bæta fimmta barninu í hópinn

Það hugsa þrjár barnfóstrur um nýfæddan son þeirra Kim og Kanye en hún er nú þegar farin að ræða við fjölskyldumeðlimi möguleikann á fimmta barninu: „Systur hennar segja að hún sé komin langt framúr sjálfri sér og þær trúa ekki að hún sé tilbúin að bæta við enn einu barninu,“ segir nafnlaus innanbúðarmaður klansins.

Auglýsing

„Hún heldur að þar sem hún þurfi ekki að ganga með þau lengur geti hún bara haldið áfram að framleiða þau!“ Yngstu börnin tvö gekk Kim ekki með, heldur staðgöngumóðir, þar sem talið var óráðlegt af læknum að hún ætti að ganga með fleiri börn sjálf.

Auglýsing

Kanye er víst afar stressaður varðandi þetta allt. Flestir myndu einnig segja að fjögur ung börn væru alveg nóg.

„Fyrir utan Kourtney veit engin systranna í raun um hvað móðurhlutverkið snýst“ og um þetta ræða barnfóstrur Kim og systranna, segir heimildarmaðurinn.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!