KVENNABLAÐIÐ

Heather Locklear enn og aftur í meðferð: Lenti í slagsmálum við kærastann

Leikkonan Heather Locklear hefur háð erfiða baráttu við Bakkus undanfarin misseri. Hún var edrú í smástund eftir meðferð en datt í það aftur eftir ljót slagsmál við kærastann, Chris Heisser.

Auglýsing

Þau eiga sér sögu um stormasamt samband og lenti illa saman í lok apríl: „Heather og Chris ruku upp og öskruðu á hvort annað. Þegar allt var um garð gengið áttaði hún sig á að hún hefði misst tökin að nýju og ákvað að hún þyrfti að fara aftur í meðferð,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

Heather og Chris hafa verið saman síðan 2017 en þau voru elskendur í menntaskóla. Hún hefur lent upp á kant við lögin í drykkjunni, m.a. verið lögð inn á geðdeild, í fangaklefa og allnokkrar meðferðir. Einnig réðst hún á lögregluþjóna og á yfir höfði sér dóm vegna þess.

„Þetta er alltaf það sem gerist hjá Heather,“ heldur hann áfram. „Hún stingur sér alltaf í djúpu laugina og fer að vera með Chris eða einhverjum öðrum. Svo áttar hún sig að hún þurfi hjálp. Við erum öll að biðja þess að í þetta sinn muni það virka.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!