KVENNABLAÐIÐ

Lítur nákvæmlega út eins og Barbie-dúkka en á enga vini: Myndir

Glamúrlífið er einmanalegt: Tatiana ‘Tanya’ Tuzova (32) á 1520 Barbie dúkkur sem kostuðu sitt. Hún vill breyta nafninu sínu í Barbie og klæðist eingöngu bleiku.

Þrátt fyrir óvenjulegan og forvitnilegan lífsstíl segist hún vera einmana.

Auglýsing

Þú getur smellt á myndirnar til að sjá þær stærri 

Tatiana Barbie Tuzova

Hún segist ekki vera með þráhyggju, en vill samt fleiri dúkkur. Tatiana hefur verið – ótrúlegt en satt – gift fimm sinnum! Það er afrek út af fyrir sig aðeins 32 ára, en hún segir: „Ég á enga vini. Ég hef engan tíma fyrir vinskap. Mér finnst ágætt að enginn trufli hugsanir mínar samt, ég er ánægð í mínum heimi. Ég á eiginmann, hann er besti vinur minn.”

Auglýsing

Hitti Tatiana þennan fimmta eiginmann í gegnum vinnuna og segir hún hann vera lækni sem dekri hana með gjöfum, m.a. þessum bleika Mini Cabrio:

Tatiana Barbie Tuzova

 

Hin rússneska Barbie hefur þó einhverja vinnu af lífsstílnum: „Ég vinn, tek upp lög, kem fram á skemmtunum, tek við verðlaunum, hann föt fyrir börn og fullorðna og leigi út ljósmyndastúdíó.”

Tatiana Barbie Tuzova in her pink office.

Allt þetta er tengt litnum bleika og Barbie-lúkkinu: „Öll hversdagsfötin mín eru bleik. Ég verð ekki þreytt á honum, hann kemur í mörgum tónum.”

Tatiana fór í brjóstastækkun eftir að hafa eignast soninn Zhenya, sem er nú 11 ára: „Ég stækkaði brjóstin. Eftir meðgönguna lét ég laga þau.”

Með „Ken" Rodrigo Alves.
Með „Ken“ – Rodrigo Alves.

Segist hún hafa viljað gerast kennari, en hafi ekki getað lifað af þeim launum. Hún hefði þá þurft að þrífa íbúðir: „Það var allt of sorglegt að hugsa til þess að fallega ég væri að þrífa gólf. Barbie er ekki vinnan mín, hún er lífsstíll.”

Tatiana Barbie Tuzova

Tatiana segir að fólk hafi ekki persónulegan áhuga á henni eða hverju hún hafi áorkað, það vill bara vita um lýtaaðgerðir, hvað hún sé gömul, hvernig nærfötin hennar eru á litinn: „Þegar fólk reynir að móðga mig á netinu segi ég við þau: „Ég drekk ekki, reyki ekki og blóta ekki. Ég styð heilbrigðan lífsstíl.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!