KVENNABLAÐIÐ

Móðir Meghan, Doria Ragland, er á leið til London

Nú fer að koma að fæðingu fyrsta barns Harrys og Meghan, en Doria móðir Meghan býr í Los Angeles og er nú að pakka niður.

Mun hún verða viðstödd fæðinguna, allavega frammi á gangi, samkvæmt fréttamiðlunum Daily Mail og The Mirror.

Auglýsing

Er einnig talið að hún verði viðstödd steypiboð Meghan sem verður ekki jafn íburðarmikið og hið fyrra.

Samkvæmt innanbúðarfólki í höllinni mun hún koma og verða viðstödd og sjá nýja barnabarnið, en svo þarf hún að fara til að sinna hundunum sínum og heimili sínu.

Auglýsing
Þær sáust síðast opinberlega saman í brúðkaupinu
Þær sáust síðast opinberlega saman í brúðkaupinu

Doria og Meghan eiga mjög fallegt samband, segja þeir sem til þekkja, þannig það er auðvitað dásamlegt að hún sé henni til stuðnings á þessari stóru stund.

Þær hafa eytt tíma saman að undanförnu, m.a. í New York í fyrra steypiboðinu.

Ok! flutti fréttir af því að Doria myndi búa með Meghan og Harry í einhverjar vikur eftir fæðinguna, en það þykir ólíklegt.

Hún mun þó eflaust sjá nýjan bústað hjónanna sem þau eru loksins flutt í, Frogmore Cottage.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!