KVENNABLAÐIÐ

Kjötát gæti verið bannað líkt og reykingar í framtíðinni

Að snæða kjöt gæti orðið ólöglegt í framtíðinni sökum þess hve það hefur neikvæð áhrif á umhverfið, segir leiðandi hæstaréttarlögmaður sem kallar eftir nýjum umhverfisverndarlögum í Bretlandi.

Michael Mansfield QC segir að nýrrar löggjafar sé þörf til að glæpavæða „eyðileggingu náttúrunnar af ásettu ráði,” sem hann lýsir sem „glæpum gegn mannkyninu.”

Auglýsing
Michael Mansfield
Michael Mansfield

Í ræðu sem flutt verður á ráðstefnu Verkamannaflokksins í Brighton í dag mun Mansfield segja: „Ég held að þegar við sjáum skaðann sem hlýst af því að borða kjöt og hvað það gerir jörðinni er ekki fáránlegt að hugsa til þess að einn daginn verði það ólöglegt.”

Það eru fullt af hlutum sem einu sinni voru algengir sem nú eru ólöglegir, líkt og reykingar innandyra.

Auglýsing

Mansfield hefur varið fórnarlömb Hillsborough slyssins og fjölskyldu hins myrta tánings Stephen Lawrence, er sagður ætla að láta til sín taka í þessum efnum, einnig í umræðum um búfénað og áhrif hans á umhverfið. Hann segir: „Við vitum að helstu 3000 fyrirtækin í heimunum í dag eru ábyrg fyrir þeim gríðarlega skaða á umhverfið með kjöt- og mjólkurvöruframleiðslu einna helst. Við vitum þetta því Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt okkur þetta. Það er kominn tími á ný lög fyrir umhverfishryðjuverk (e. ecocide) sem eru á við þjóðarmorð (e. genocide) og öðrum glæpum gegn mannkyninu.”

Samkvæmt vegan góðgerðasamtökunum Viva eru þrjú stærstu kjötiðnaðarfyrirtækin ábyrg fyrir úblæstri hættulegra efna og er það á við allt Frakkland hvað magn varðar.

25% gróðurhúsalofttegunda koma frá landbúnaði, og búfénaður er ábyrgur fyrir 80% af því.

Juliet Gellatley, forsvarsmaður Viva segir: „Fyrir þrjátíu árum síðan blikkaði fólk ekki auga ef þú kveiktir í sígarettu á krá eða veitingastað. En nú er samfélagið samþykkt því að reykingar séu skaðlegar og algerlega ónauðsynlegar og við höfum sett lög gegn því.”

Heimild: News.Sky.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!