KVENNABLAÐIÐ

Eftir 29 neikvæð þungunarpróf sagði eiginmaður hennar henni loksins sannleikann

Kona nokkur sem hafði farið í gegnum margar frjósemismeðferðir í nokkur ár, segist vera „brotin“ eftir að eiginmaðurinn játaði hið óhugsandi.

Konan, sem segir ekki til nafns, segist hafa verið örvæntingarfull að eignast barn og hélt að það væri vegna fjölblöðruheilkennis (PCOS)  hennar sem þau gátu ekki getið barn.

Auglýsing

Í þrjú ár fór hún á milli ýmissa lækna og fór í ótal meðferðir sem hún lýsir sem „sársaukafullum, dýrum og það var mikið um inngrip.“

Eftir að hafa tekið 29 þungunarpróf sem öll reyndust neikvæð, gaf hún eiginmanni sínum eftirtalda valkosti: Að skilja eða að fara í tæknifrjóvgun. Þá kom í ljós að eiginmaðurinn hafði í raun farið í ófrjósemisaðgerð (sáðgangsrof) áður en þau giftu sig.

Hann sagði að það hefði verið vegna fyrrverandi eiginkonu sinnar og hann sagði henni heldur ekki frá því vegna þess hann óttaðist að hún myndi fara frá honum.

Auglýsing

Konan sem skrifar á Reddit segir: „Ég er mjög særð, vægast sagt. Læknarnir voru alltaf að stinga upp á sáðrannsókn, en hann neitaði alltaf. Ég vissi að ég væri með fjölblöðruheilkenni og hélt ég skildi því af hverju hann taldi það ónauðsynlegt. Hann lét mig ganga í gegnum næstum þrjátíu vonlaus þungunarpróf og fjölda hormónasprauta og hann sagði mér ekki neitt.“

Hann sagði mér að hann hefði farið í aðgerðina því hann var hræddur um að hans fyrrverandi myndi festa hann í sambandinu með því að eignast barn. Hann sagði mér einnig að hann hafði ekki sagt mér frá þessu því hann elskaði mig og væri hræddur um að ég myndi fara frá honum.

Konan segist nú hafa gefið honum þrjá möguleika: Annað hvort að hann fari í aðgerð sem snúi áhrifunum við, hún fái sæðisgjafa eða að þau skilji.

Hún segir að lokum: „Ég elska hann. En ég er brotin. Miðað við lygarnar værum við sennilega betur sett skilin (ég gæti fengið gjafasæði og í alvöru, kannski það væri best).“

Fólk átti flest ekki orð yfir þessum pósti og margir hvöttu hana til að fara frá honum undir eins.

Einn skrifaði: „Þessi gaur er algert RUSL. Staðfest algert sorp. Hvernig getur þú látið einhvern ganga í gegnum svona og þú segist vera ástfanginn???“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!