KVENNABLAÐIÐ

Sex ára stúlka þóttist vera með hlaupabólu til að sleppa við stafsetningarpróf…það misheppnaðist!

Lily Schooley hafði tekið eftir því að skólafélagar hennar væru fjarverandi úr skóla í nokkra daga vegna hlaupabólu. Stafsetningarpróf var í uppsiglingu þannig hún velti fyrir sér hvernig hún gæti sleppt skóla. Hún fékk því lánaðan rauðan tússpenna til að „gera heimavinnuna.“

Auglýsing

Tíu mínútum síðar kom hún hlaupandi niður til foreldra sinna og sagðist „klæja rosalega.“

pen2

Foreldrar hennar, Charlotte og David Schooley, kveiktu ljósin til að skoða betur sjúkdóminn og þurftu að bæla niður hláturinn. Charlotte sagði rólega við Lily að þau þyrftu að fara með hana til læknis. Þá skaust Lily aftur upp, sýnilega leið henni betur! Hún hafði setið á baðherbergisgólfinu og teiknað á sig „bólur.“

pen4

Þegar móðir hennar reyndi að þrífa „bólurnar“ af kom þó babb í bátinn. Tússpenninn virtist varanlegur og allar aðferðir til að ná honum af voru til einskis.

Auglýsing

 

pen3

Lily var því send í skólann svona. Hún var í skólabúningi, stuttbuxum og stuttermabol og þurfti hún að segja öllum frá litla hrekknum og hún væri ekki með neitt smitandi.

Charlotte, sem er frá Cornwall í Bretlandi sagði: „Húsið er alltaf fullt af hlátri og gleði með Lily. Hún er mjög sniðug. Hún þurfti að fara í stafsetningarpróf og vildi það alls ekki. Nokkur börn í skólanum höfðu fengið hlaupabólu þannig hún vissi að þau mættu ekki í skólann vegna þess í nokkra daga.“

Eftir fjóra daga náðu þau loksins tússpennanum af…með hárspreyi, og Lily var sennilega búin að læra sína lexíu!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!