KVENNABLAÐIÐ

Kate Middleton er hætt að hafa samband við eina bestu vinkonu sína því William prins er „skotinn í henni”

Slúðurmiðlar keppast nú við að flytja fréttir af útilokun Kate Middleton einnar bestu vinkonu sinnar þar sem henni fannst hún vera „aðeins of náin” William prins.

Hertogaynjan af Cambridge á í deilum við fyrrum fyrirsætuna, Rose Hanbury, því hún telur að William sé skotinn í henni.

Auglýsing

„Kate er mjög afbrýðisöm út í Rose,” segir innanbúðarmaður í höllinni í viðtali við Elle. „Henni hefur verið sagt að William hafi verið mjög heitur fyrir henni í mörg ár – hann hefur einnig trúað nánustu vinum sínum fyrir því að hún sé „sú sem slapp” (e. the one that got away).

Rose
Rose

Áður en Villi gekk í hjónaband var Rose umvafin aðdáendum og vonbiðlum. „Rose er af aðalsættum og er því mjög hentugur maki – William hefur einnig vakið athygli fyrir ummæli varðandi fegurð hennar og þokka,” segir þessi innanbúðarmaður.

Rose Hanbury er gift og hefur verið það í áratug og er eiginmaður hennar hinn auðugi kvikmyndagerðarmaður David Rocksavage.

Parið hefur verið náið hertoganum og hertogaynjunni af Cambridge eftir að þau fluttu í Anmer Hall, sveitaheimili þeirra í Norfolk árið 2015 með konunglegu börnunum – George (5), Charlotte (3) og Louis (næstum eins árs) og börn þeirra hafa leikið sér saman.

„Þau voru bestu vinir. Þau fóru á sömu viðburðina, gáfu fé til sömu góðgerðamála og fóru í veiðiferðir saman. Nú hefur Kate ákveðið að þetta sé ekki lengur í boði.”

Auglýsing

„Kate sér vinskap þeirra í öðru ljósi núna. Hún telur að William sé að daðra við Rose og hún er afbrýðisöm og tortryggin. Hún hefur beðið William um skýringar en hann hló bara og sagði hún væri ímyndunarveik,“ heldur hann áfram.

Samt sem áður mun hún ekki gleyma því að meint framhjáhald Williams árið 2007 hafði mikil áhrif á þau: „Henni finnst hún líta út eins og fífl og ætlar að útiloka „keppinautinn” með þessum hætti”rose 3

Prinsinn sást á næturklúbbi grípa í dökkhærða stúlku og faðmað aðra ljóshærða á miklu djammi og taka hana svo heim.

a will

„Þetta var tími sem Wills var villtur! Hann sást oft djammandi, dansandi og daðrandi við ýmsar konur í London.” William hefur nú hætt þessari hegðun, enda vandaður fjölskyldufaðir, en hann er samt náinn Rose og Kate hefur engan áhuga á að vera þátttakandi í því.“

Rose var viðstödd brúðkaup Kate og William árið 2011 og var þá með 23 ára eiginmanni sínum. Hún var kosin „best klæddi gesturinn.“