KVENNABLAÐIÐ

Skrifaðu undir svo Zainab og fjölskylda fái að búa áfram á Íslandi!

Zainab er aðeins 14 ára gömul en hefur þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Þetta stendur á síðu change.org og vilja nemendur í Hagaskóla, þar sem Zainab stundar nám, fá undirskriftir til að koma í veg fyrir að henni og fjölskyldunni verði vísað úr landi og þau fái hér landvistarleyfi:

Auglýsing

Nemendur í Hagaskóla mótmæla harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Við viljum að þú mótmælir þessu með okkur. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi.

Auglýsing

Það sem barninu er fyrir bestu á að ráða. Einnig fjallar Barnasáttmálinn um rétt barna til góðra lífsskilyrði (grein 27), vernd gegn ofbeldi (grein 18) og rétt til menntunar (grein 28), svo dæmi séu nefnd. Nemendur í Hagaskóla skora á stjórnvöld að taka tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við ákvörðun sína.

Skrifaðu undir HÉR! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!