KVENNABLAÐIÐ

Mildar uppeldisaðferðir sem virka: Engin bönn, engin verðlaun, bara hvatning

Í athyglisverðri grein Bernadette Saunders um jákvæðar uppeldisaðferðir segir að þeir foreldrar eða uppeldisaðilar sem stunda jákvæðan aga ná betri árangri. Þeir foreldrar nota hvorki refsingar né verðlaun til að hvetja börnin til að hegða sér vel.

Auglýsing

Þeir nota ekki „mútur” s.s. nammi eða leikföng. Margir segja jafnvel ekki: „Góð stelpa/strákur” eða „vel gert.”

Með „engum refsingum er meint, þeir not ekki tímabundna fjarveru, skammir eða öskur.

Hvað felur jákvæður agi í sér? Hvernig er hægt að kenna börnum samhygð, sjálfsstjórn og rólyndi?

Agi hefur tekið á sig ýmsar myndir í menningunni. Þegar við erum að tala um uppeldi barna skiljum við að við ætlum ekki að „verðlauna” barn fyrir slæma hegðun. Orðið „ago” hefur mikla tengingu við „kennslu.”

Þeir foreldrar sem aðhyllast mildan aga segja að verðlaun og refsingar komi í veg fyrir náttúrulega þörf barnsins til að gráta. Það kennir þeim að hegða sér á sérstakan hátt til að fá verðlaun eða að forðast refsingu.

Auglýsing

Þeir segja að refsingar og verðlaun hvetji ekki börn til að tileinka sér góða hegðun í sjálfu sér.

Margar vefsíður og námskeið kenna þessa tækni en hér eru fáein atriði.

Uppeldið kemur með tengingu við börn og fullorðna og trúin er sú að öll hegðun sé byggð á hversu sterk tengsl börn hafa við uppeldisaðilana.

Foreldrarnir:

  • Gefa val, ekki skipanir: „Myndir þú vilja bursta tennurnar áður eða eftir að þú ferð í náttfötin?”
  • Gleði: Þeir nota gleði til að taka til: „Leikum okkur að taka til þessi leikföng,” eða annað – koddaslagur.
  • Þeir leyfa tilfinningum að „hafa sinn gang.” Í stað þess að öskra: „Uss!” eða „hættu” hlusta þeir á grátinn. Þeir segja frekar: „Þú hefur sterkar tilfinningar gagnvart [þessum atburði].”
  • Þeir lýsa hegðuninni, ekki barninu. Ef barnið er t.d. að lemja systur sína eða þig/hundinn eða annað myndu þeir segja: „Ef þú lemur mig/systur þína/hundinn, er það vont. Ég ætla ekki að leyfa þér að gera það.”
  • Þeir koma fram við börnin sem meðlimi fjölskyldunnar. Það þýðir að barninu er boðið að taka þátt í að taka ákvarðanir og er með í heimilisverkum. Foreldrarnir afsaka sig einnig ef þeir gera eitthvað rangt.
  • Þeir krefjast ekki ástúðar, hvorki frá þeim sjáfum eða öðrum. Ef Jói frændi vill knúsa barnið þitt og það segir „nei,” þá fær barnið að ráða. Þeir neyða heldur ekki barnið til að segja „takk.”
  • Þeir treysta börninum sínum. Það sem þú telur „neikvæða hegðun” sjá þeir sem þörf sem ekki er mætt á skynsamlegan hátt.
  • Þeir fara í „foreldrafrí” þegar það er nauðsynlegt. Þeir halda ekki út þar til þeir „brotna” heldur viðurkenna að þeir þurfi frí.

Jákvæð áhrif

Það eru margar síður sem segja þetta vera öfluga uppeldisaðferð. T.d. Attachment Parenting International segir að barnið sé viðkvæmara fyrir þörfum annarra því það hefur ekki lært að mæta sínum eigin. Það þekkir sín mörk, því mun verða sýnd virðing og það er hluti af fjölskyldunni á jafnréttisgrundvelli.

Þetta þýðir þó ekki að mildar uppeldisaðferðir þýði að ekki sé hægt að segja „nei.” Foreldrar eru ekki heilagir sem studna þessa aðferð. Aðferðin er í höndum hvers foreldris fyrir sig. hún þarfnast mikilllar sjálfsstjórnar, því þú þarft að hægja á þér og hugsa: „Af hverju er barnið mitt að hegða sér svona núna?” og „Hvað get ég gert öðruvísi til að koma í veg fyrir þessa hegðun næst?”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!