KVENNABLAÐIÐ

Hlynur Már: „Ofbeldi gegn hælisleitendum er ofbeldi gagnvart mér“

Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar: Ég rauk rétt í þessu út af námskeiði hjá Vinnumálastofnun vegna þess að námskeiðshaldarinn byrjaði að tala um hversu reið hún hafi verið í gærkvöldi yfir því að hælisleitandi hafi ekki staðið rólegur og spilað á trommur í einhverjum kósý mótmælum niðri í bæ heldur æpt á lögreglu sem henti honum í jörðina af engri sérstakri ástæðu og miðað svo piparúða á hann. Lét ég námskeiðshópinn pent vita að ég myndi kvarta yfir þessu til VMST og sæti ekki undir slíkri umræðu, stóð upp og fór út.

Auglýsing

Líklega er ástæðan fyrir því að ég tek þessum málum svona alvarlega er að ég er sjálfur staddur í mannréttindabaráttu gagnvart kerfinu. Ég er í þeirri stöðu að ég þarf að grenja út aðstoð frá kvölurum mínum frá því að ég var barn og unglingur (Barnavernd Reykjavíkur) án þess að kerfið bregðist við eða hafi nokkurn tímann brugðist við af nokkurri ábyrgð.

Auglýsing

Að vera í þeirri stöðu að þurfa að biðja þann sem kvelur þig eða hefur kvalið þig um hjálp – þegar engin önnur leið er í boði – er viðurstyggileg staða. Þess vegna lít ég á ofbeldi gegn hælisleitendum sem ofbeldi gagnvart mér því að ég upplifi nákvæmlega sama skort á mannúð í íslenska fósturkerfinu eins og er nú gagnvart hælisleitendum.

Færslan er birt með góðfúslegu leyfi Hlyns

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!