KVENNABLAÐIÐ

Fékk ofboðslegan höfuðverk og mundi svo ekki eftir 40 árum úr lífi sínu

56 ára kona, Kim Denicola, frá Baton Rouge í Louisianaríki, Bandaríkjunum hefur verið greind með TGA (e. Transistent Global Amnesia) eftir að hafa fengið skelfilegan höfuðverk. Þetta leiddi til þess að hún var ófær um að muna síðustu 38 ár af lífi sínu.

Í októbermánuði 2018 yfirgaf Kim samkomu í kirkjunni og hringdi í eiginmann sinn til að kvarta undan óvenju öflugum höfuðverk og þokukenndri sjón. Hann sagði henni að fara á bráðamóttökuna en svo fékk hann ekkert svar og kirkjufélagar fundu hana meðvitundalausa á bílastæði kirkjunnar og hringdu samstundis á sjúkrabíl.

Auglýsing

Hið fyrsta sem Kim mundi eftir var að liggja í spítalarúmi og hjúkrunarfræðingur spurði hana spurninga sem hún hafði greinilega ekki svör við.

Hann spurði t.d.: „Hvaða dagur er, hvaða ár er núna?“ Kim svaraði: „Já, 1980.“ Þá spurði hann: „Veistu hver er forseti landsins?“ og hún svaraði: „Já, Ronald Regan.“ Þá hætti hann að spyrja segir Kim í viðtali við Fox8.

Auglýsing

Ókunnugur maður gekk síðan inn í herbergið og tók í hönd hennar. Þegar hann sá tár í augum konunnar vissi hann að eitthvað var að. Þessi ókunnugi maður var David, sem Kim hafði verið gift í 17 ár, en hún mundi ekki eftir neinni giftingu, eða neinu öðru. Það eina sem hún mundi var þegar hún var 18 ára, árið 1980. Allt frá því – t.d. hjónaband, fæðing tveggja barna, og síðustu 38 ár af lífi hennar voru horfin úr minni hennar.

„Þetta var áfall,“ sagði Kim. „Þegar ég komst að því að ég væri gift og ætti tvö börn ásamt því að hafa alið upp tvo frænda og ætti tvö stjúpbörn…semsagt sjö börn! Ég hafði ekki hugmynd um neitt af þessu.“

Síðan þetta átti sér stað í október 2018 hefur Kim Denicola farið oft í heilaskanna og rannsóknir en enginn getur sagt hvers vegna þetta er svona – hún hefur misst minnið á þennan hátt. Hún hafði engin merki þess að hún hefði fengið heilablóðfall eða heilaskaða en hún hefur verið greind með fyrrnefndan sjúkdóm, TGA.

„Þetta er furðulegt mál. Hún man eftir tímum þar sem tölvur voru ekki til, þetta er í raun afar sjaldgæft tilfelli minnisleysis,“ sagði Dr. Tasha Shamlin sem meðhöndlar Kim.

Skyndilegt minnisleysi er sjaldgæft og oft tímabundið, en Kim Denicola hefur verið svona í fimm mánuði. Hún er að kynnast fjölskyldu sinni upp á nýtt, en hún hefur verið að sýna henni gamlar myndir sem hún kannast ekkert við.

Kim er alls ókunnug þeim tækniframförum sem hafa átt sér stað á síðustu fjórum áratugum, s.s. tölvum, flatskjám og snjallsímum. Hún man ekki eftir dauðsföllum fjölskyldumeðlima á borð við foreldra og bróður.

„Þau eru farin, en ég þarf að læra bara hvað ég á að gera og hvernig, hvernig ég á t.d. að vera móðir bara 18 ára gömul,“ segir Kim. Þrátt fyrir það er hún bjartsýn og vil gera það besta úr lífi sínu: „Ef minningarnar koma ekki aftur verð ég bara að búa til nýjar.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!