KVENNABLAÐIÐ

Löðrungaði brúði sína í brúðkaupinu

Þvílíkur hryllingur! Brúðgumi löðrungaði brúði sína harkalega fyrir framan skelfingu lostna brúðkaupsgesti eftir að hún þóttist ekki ætla að gefa honum bita af brúðartertunni.

löð2

Nýgiftu hjónin voru að gæða sér á fyrsta bitanum á tertunni þegar brúðguminn gersamlega missti sig.

Myndbandið hefst á því að brúðurin, klædd í fallegan hvítan kjól með kórónu og slæðu yfir andlitinu sést. Henni er hjálpað að fjalægja slæðuna og þá gefur brúðguminn henni bita. Svo á hún að gera slíkt hið sama við hann.

Auglýsing

Hún sést halda á kökubita, svo grínast hún með að gefa honum ekki bitann þegar hann ætlar að fá sér hann.

Auglýsing

Þá skiptir engum sköpum, maðurinn sér rautt og slær hana harkalega utan undir. Höggið var svo fast að hún datt aftur fyrir sig á stól og allir í kring eru furðu lostnir.

Brúðguminn hélt áfram að segja eitthvað við hana en er dreginn í burtu.

Kona heldur um andlitið og aðrir koma hlaupandi og athuga hvort allt sé í lagi. Ekki er vitað hvort brúðkaupið fór fram á eðlilegan hátt eftir þetta eða hvað. Einnig er ekki vitað um uppruna myndbandsins eða hvaðan fólkið er.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!