KVENNABLAÐIÐ

Demi Lovato hætt með kærastanum og komin aftur í meðferð

Söngkonan Demi Lovato var nærri látin í júlí á síðasta ári því hún tók of stóran skammt. Hún hefur nú verið edrú í um sjö mánuði en hefur farið aftur í meðferð og er hætt með Henri Levy.

Demi (26) fór beint í meðferð og var laus úr henni í nóvember 2018. Þá fór hún að vinna með edrú þjálfara (e. sober coach) utan meðferðarinnar.

Auglýsing

Ekki er talið að hún hafi fallið aftur. Heimildarmaður náinn söngkonunni sagði við PEOPLE: „Hún er ekki fallin síðan hún tók of stóran skammt. Hún tékkaði sig aftur inn í meðferð, en það var hennar eigin ákvörðun.“

Auglýsing

Í dag er Demi komin aftur: „Hún fór á meðferðarstöð í nokkrar vikur fyrir utan Los Angeles,“ og bætir við að hún sé aftur komin til L.A og „er að hugsa vel um sig og er á góðum stað.“

Hefur hún sést úti að hlaupa í nágrenni heimilis síns en hún er hætt með hönnuðinum Henri Levy. Fjölskylda hennar er mjög fegin, enda töldu þau hann hafa slæm áhrif á hana.

Demi og Henri sáust í Aspen um nýárið og tveimur vikum seinna í París. Síðasta myndin af þeim saman er frá 14. janúar.  

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!