KVENNABLAÐIÐ

BBC hefur hætt að spila tónlist Michael Jacksons eftir sýningu heimildarmyndarinnar Leaving Neverland

Sagt er að lög poggoðsins sáluga, Michael Jacksons, hafi verið fjarlægð af spilunarlista fjölmiðlarisans BBC eftir ásakanir um barnaníð sem koma fram í nýrri fjögurra tíma heimildarmynd um stjörnuna sálugu, Leaving Neverland.

Channel 4 hjá BBC mun sýna heimildarmyndina þann 6. og 7. mars næstkomandi. Leikstjórinn Dan Reed einblínir á framburð Wade Robson (36) og James Safechuck (41) sem segja báðir að MJ hafi beitt þá kynferðislegu ofbeldi þegar þeir voru börn.

The Times segir að ákvörðunin hafi verið tekin í síðustu viku og síðast þegar lag með honum var flutt var 23. febrúar síðastliðinn.

Michael og Wade Robson
Michael og Wade Robson

BBC segir í viðtali við NMA: „Við skoðum alla tónlist með tilliti til staðreynda og ákvarðana um hvað við spilum á mismunandi stöðvum, þessar ákvarðanir eru alltaf teknar með áheyrendur í huga og samhengið.”

Meint fórnarlömb, Robson og Safechuck, fóru í einkamál við eignir Jacksons eftir að hann lést, en dómari vísaði málinu á bug árið 2017 sem sagði að eignirnar gætu ekki verið „ábyrgar fyrir hegðun söngvarans.”

Oprah Winfrey hefur tekið upp viðtal við leikstjórann Dan Reed, Wade Robson og James Safechuck en það verður frumsýnt í Bandaríkjunum í næstu viku.

Dan Reed hefur útskýrt fyrr í vikunni ástæðu þess að honum fannst hann þurfa að gera þessa mynd: „ Við þurftum að sýna fram á að þetta var ekki náin líkamleg nálægð af saklausu tagi. Þetta var kynferðislegt ofbeldi í öllu sínu veldi. Það er þessvegna að það eru grafískar lýsingar í myndinni.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!