KVENNABLAÐIÐ

Heiðrún Gréta: „Takk fyrir að elska mig þegar ég get það ekki sjálf“

Heiðrún Gréta hefur barist við persónuleikaröskun sem kallast á íslensku jaðarpersónuleikaröskun, á ensku Borderline Personality Disorder. Við fengum leyfi hennar tl að birta mjög einlægt bréf hennar til eiginmanns síns, en BPD kemur oft fram í nánum samböndum:

Heiðrún skrifar: 

Fyrst vil ég byrja á því að útskýra þessa færslu fyrir öðrum sem koma til með að lesa hana. Ég hef áður talað um andleg veikindi mín. Nýlega fékk ég loksins greiningu þar sem kom fram að ég er með sjúkdóm sem heitir jaðarpersónuleikaröskun.

Minn elskulegi eiginmaður.

Þessi færsla er tileinkuð þér.

Auglýsing

Þann tíma sem við höfum verið saman hefurðu verið besti vinur minn, faðir barnanna minna, eiginmaðurinn minn og samviskan mín.

Þú styrkir mig, styður mig og rífur mig upp þegar mér finnst veröldin vera að hrynja í kringum mig.

Ég veit að það getur verið erfitt að elska manneskju eins og mig.

Manneskju sem þarf stanslausa ást, stanslausa fullvissu um að hún verði ekki yfirgefin og skilin eftir ein. Manneskju sem finnur annað hvort fyrir milljón tilfinningum á sama tíma eða endalausum tómleika. Ég get verið kærulaus, pirruð, leiðinleg og tilitslaus án þess að ætla mér það og fyrir það biðst ég afsökunar.

Ég veit að það getur verið erfitt að skilja hvernig þessi sjúkdómur sem ég hef virkar. Ég er sjálf að átta mig á því, en ég er svo fegin að hafa þig við hliðina á mér á meðan.

Auglýsing

bpd2

Takk fyrir að vera alltaf stoltur af mér, þótt það komi dagar, jafnvel vikur sem ég get ekki gert neitt gagn. Takk fyrir að styðja mig alltaf í öllum ákvörðunum sem ég tek.

Takk fyrir að taka mér eins og ég er.

Takk fyrir að elska mig þegar ég get það ekki sjálf.

Markmið mitt er að læra að elska sjálfa mig eins og þú elskar mig.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!