KVENNABLAÐIÐ

„Bróðir minn með Downs gersamlega niðurlægður á samfélagsmiðlum!“

Jóhanna Ösp Einarsdóttir skrifar: „Mér er allri lokið núna og eiginlega búin að missa trúna á fólki! Nú í u.þ.b. TVÖ ár hefur gengið myndband manna á milli af bróður mínum, sem er með Downs heilkenni, þar sem hann situr á veitingastað og er spurður:

,,Sindri – hvað er 2×2?”
Hann svarar að bragði:
,,20, ég er ekki þroskaheftur.”

Jú jú, þetta er skondið og fyndið og fyrst þegar ég sá þetta þá hló ég í smá stund. Svo varð ég brjáluð…einn af starfsmönnunum hans í búsetunni hafði tekið þetta upp og ætlað að senda í einkaskilaboðum á nokkra vini og það svona líka hressilega undið upp á sig og pósturinn fór út um allt.

Ég vona nú að það hafi verið í hugsunarleysi hjá þessum starfsmanni en hvað sem það – nú var þá er það gjörsamlega laust við allt sem heitir að vera faglegur starfsmaður að vinna með fólki. Mögulega bara vissi hann ekki betur áður en hann dreifði þessu, mögulega krakki að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum. En…þá hefur hann augljóslega ekki fengið nógu góða fræðslu frá yfirmönnum um hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir skjólstæðingum sínum.

Auglýsing

Núna nýverið deildi einn frægur „snappari“ þessu sama myndbandi, ásamt fleirum myndböndum af fólki með fötlun. Það hefur greinilega verið nóg til að velja athygli á þessu aftur því nú er myndbandið í fullum gangi – nema það er búið að skeyta fyrir aftan það auglýsingu þar sem er lesið upp: Íslenskt grænmeti. Jú, jú – mjög skondið allt saman, og örugglega fullt af fólki sem getur hlegið að þessu en mér er laaaangt frá því að vera skemmt!!

Þarna er bróðir minn – sem valdi ekki að vera með Downs gjörsamlega niðurlægður á samfélagsmiðlunum! Ekki vegna þess að hann sé fáviti (eins og var notað um fatlað fólk á árum áður) heldur vegna þess við erum einfaldlega ekki lengra komin á Íslandi í dag.

Hann veit að hann er fatlaður, hann veit að hann fær ekki sömu tækifæri í lífinu og aðrir, við vitum að hann er alvöru manneskja með alvöru tilfinningar – en hvers vegna erum við – sem samfélag – ekki komin lengra en það að þetta sé bara í lagi?

Ég veit ekkert hver bjó þessa útgàfu til, ég veit ekkert hvað hann heitir sem tók þetta upp fyrst, en það eru ekki endilega þeir sem þessu er beint til, heldur allra hinna sem eru búnir að deila og hlæja á kostnað aðila sem á þetta ekki skilið.

Til ykkar langar mig að segja: SKAMMIST YKKAR!!! Það eru allir hinir sem hafa völdin hvort tiltekin hegðun sé viðurkennd hegðun eða hvort við höfnum svona gríni og förum upp á aðeins hærra plan.

Við erum heldur betur búin að fordæma stjórnmálamenn fyrir að gera grín að fötluðum, en miðað við hvað þetta myndband er búið að fara marga hringi á netinu þá er sama fólkið sem fordæmir stjórnmálamenn að taka þátt í álíka gríni! Þannig að ég segi aftur: SKAMMIST YKKAR!!!

Auglýsing

Hugsið áður en þið „lækið!“ Og munið…. þó þið séuð bara að senda einkaskilaboð á vini ykkar þá er það sem fer á netið alltaf á netinu svo hugsið líka áður en þið deilið.

Af virðingu við bróðir minn ætla ég ekki að deila myndbandinu, en hér eru skjáskot af því“

is1

is2

 

Jóhanna tekur fram að hún vill ekki fordæma þann sem bjó þetta til, hvorki þann sem tók þetta upp né þann sem bætti við grænmetis-innslaginu. Heldur vill hún beina þessu til allra hinna, eins og hún segir: „Því…það eru allir hinir sem ákveða hvað er í lagi á netinu og hvað er ekki í lagi.“