KVENNABLAÐIÐ

Afi setur hugsanlegum kærasta barnabarns síns afar stífar reglur

Margar konur hafa upplifað (of)verndun föðurs eða annarra fjölskyldumeðlima. En afa? Amie McHugh (21) er afar glæsileg kona og afa hennar William er ekki sama hvernig komið er fram við barnabarnið sitt.

Bjó hann því til reglur í því samhengi, en þau eru frá Airdrie, Lanarkskíri í Skotlandi. Sagði Amie að hún væri „gargandi“ yfir þessum reglum, en þær voru skrifaðar með HÁSTÖFUM.

Auglýsing

Reglurnar voru afar krúttlegar og líka fyndnar…

afi3

Regla nr. 1: Hann verður að vera RC (rómversk-kaþólskur)

2. Hann verður að styðja Celtic (skoskt fótboltalið)

3. Hann verður að vera í vinnu

4. Mér verður að líka vel við hann

5. Honum verður að líka vel við mig

6. Hann verður að vera fjárhagslega sjálfstæður

7. Hann má aldrei líta á aðra konu meðan hann er í þessu sambandi

8. Hann verður að vera góður

9. Hann verður að eiga bíl

10. Þegar hann er í kringum mig verður hann að borga reikninginn

Svo hætti hann eftir reglu 10 og sagði…„ok, þetta er komið eins og er.“

Auglýsing

Amie segir í viðtali að afi hennar hafi alltaf verið til staðar og sé mjög umhugað um hana. Þau hittast oft: „Ég var alin þannig upp að afi var alltaf til staðar. Ég labba í tvær mínútur og er komin til hans, þannig við hittumst nær daglega.“

Amie
Amie

Amie segir að „reglurnar“ hafi verið settar fram í gríni, þannig hún tekur þeim mátulega alvarlega.

Hennar eigin „reglur“ eru eftirfarandi:

„Ég er bara að leita að einhverjum sem er gaman að vera með og við getum hlegið saman, smáatriðin skipta ekki svo miklu máli.“

Það er samt frábært að sjá að afinn hefur hagsmuni barnabarnsins í hávegum, sjá reglu fimm!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!